Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

27.03.2020

Neytendastofa komst með ákvörðun nr. 26/2019 að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða vegna kvörtunar Akt ehf. á notkun Ekils ehf. á auðkennunum netökuskóli og netökuskólinn. Neytendastofa taldi að auðkennin væru svo almenn og lýsandi fyrir umrædda þjónustu að Akt gæti ekki notið einkaréttar á þeim. Því væri ekki ástæða til aðgerða vegna kvörtunar Akt.
Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem hefur nú, með úrskurði nr. 4/2019, staðfest ákvörðun Neytendastofu.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa hér.

TIL BAKA