Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

30.03.2020

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu með bréfi, dags. 17. október 2019, að ekki væri ástæða til aðgerða vegna viðskiptahátta Icelandair í tengslum við kauptilboð í uppfærslu á miðum úr Economy Standard í Saga Premium. Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú með úrskurði sínum nr. 18/2019 staðfest ákvörðun Neytendastofu. Í úrskurðinum var m.a. vísað til þess að við gerð tilboðs í uppfærslurnar ætti ekki að geta dulist að fjárhæðin fyrir kaup á uppfærslunum bættist við upphaflegt miðaverð og því ekki um villandi framsetningu að ræða.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA