Fara yfir á efnisvæði

Merkingar á vörum Espiflatar

20.04.2020

Neytendastofa barst kvörtun frá Félagi atvinnurekanda vegna notkunar garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Taldi Félag atvinnurekanda að um villandi markaðssetningu væri að ræða þar sem finna mætti jurtir og blöð í vöndunum sem væru ekki íslensk.

Neytendastofa taldi að þó svo að finna mætti jurtir og blöð í blómvöndum Espiflatar sem ekki væru íslensk yrði ekki hjá því litið að meginþorri þeirra blóma og jurta í blómvöndum félagsins væru ræktuð á Íslandi. Þannig hafi erlend ræktuð fylliefni einungis verið mjög lítill hluti af heildarandvirði blómvandanna.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða í málinu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA