Auðkennið ATARNA
21.04.2020
Neytendastofu barst kvörtun frá Atarna slf. yfir notkun Hljómsveitarinnar Atarna á auðkenninu ATARNA. Í kvörtun kom fram að félagið teldi ruglingshættu milli aðilanna enda hafi félagið komið að ýmsum tónlistartengdum verkefnum.
Niðurstaða Neytendastofu var sú að báðir aðilar ættu rétt til auðkenna sinna. Þá fjallaði stofnunin um það að starfsemi Atarna slf. og Hljómsveitarinnar Atarna væri svo ólík að ekki væri hætta á að neytendur rugluðust á þeim. Af þeirri ástæðu taldi Neytendastofa ekki tilefni til að banna Hljómsveitinni Atarna að notast við auðkennið.