Sala á partíbyssu bönnuð hjá Slysavarnarfélaginu
Neytendastofa fór í eftirlit á skoteldamarkað Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Grandagarði 1. Kom í ljós að partíbyssa var markaðssett án þess að vera með réttar merkingar. Var í framhaldi óskað eftir gögnum um vörurnar þar sem auk merkinga þá mega skoteldar ekki samkvæmt skoteldastöðlum vera að formi til eins og byssa. Tekin var ákvörðun um tímabundið sölu- og afhendingabann á vörunni þann 30. desember 2019 þar sem engin gögn bárust. Sölubanni var aflétt þegar Slysavarnafélagið skilaði inn gögnum um að partíbyssan væri leikfang en ekki skoteldur.
Neytendastofa óskaði í framhaldi eftir nánari gögnum til að sýna fram á samræmi vörunnar við öryggiskröfur sem gerðar eru til leikfanga, þar kom fram í gögnum að varan væri ekki leikfang. Engin gögn bárust. Taldi Neytendastofa því ekki sýnt fram á öryggi varanna og var sala- og afhending þeirra því bönnuð. Einnig var farið fram á að Slysavarnafélagið myndi eyða vörunum innan sex vikna frá dagsetningu ákvörðunar.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér