Bauhaus sektað
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Bauhaus vegna viðskiptahátta tengdum verðvernd félagsins.
Stofnuninni barst kvörtun frá Húsasmiðjunni um að skilmálar og fullyrðingar í auglýsingum Bauhaus tengdum verðvernd félagsins brytu gegn góðum viðskiptaháttum. Taldi Húsasmiðjan jafnframt að brotið væri gegn ákvörðun Neytendastofu um sama efni frá árinu 2012, þrátt fyrir breytta fullyrðingu. Við meðferð málsins breytti Bauhaus skilmálum verðverndarinnar eins og þeir eru birtir á vefsíðu félagsins.
Niðurstaða Neytendastofu var sú að Bauhaus hafi brotið gegn eldri ákvörðun með skilmálum um verðvernd eins og þeir voru á vefsíðu félagsins. Með ákvörðuninni var félaginu einnig bönnuð birting fullyrðinga um lægstu verðin. Þá var Bauhaus gert að greiða 500.000 kr. sekt fyrir brotin.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér