Fara yfir á efnisvæði

Kvarðanir þrýstimæla liggja niðri

04.09.2020

FréttamyndMeðal þeirra kvarðana sem boðið er upp á hjá kvörðunarþjónustu Neytendastofu eru kvarðanir þrýstimæla. Kvörðunargeta stofnunarinnar er allt upp í 100 bar þrýsting og fást kvarðaðir bæði stafrænir og hliðrænir mælar. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir nýta sér þessa þjónustu og koma þau úr ýmsum geirum íslensks iðnaðar og þjónustu. Til að tryggja rekjanleika og nákvæmni kvarðana þeirra sem í boði eru þarf reglulega að kvarða búnaðinn sem notaður er. Nú er komið að því að kvörðunarbúnaðinn fyrir þrýstimæla þarf að kvarða og frá og með 10. september næstkomandi liggur sú þjónusta niðri. Þá verður kvörðunarbúnaðurinn sendur til faggiltrar kvörðunarstofu í Þýskalandi og má búast við að þjónustan liggi niðri vegna þess í 4 - 5 vikur. Er óskandi að þetta valdi viðskiptavinum sem minnstum óþægindum.

TIL BAKA