Fara yfir á efnisvæði

Fyrra verð á tilboðsvörum Carson

07.09.2020

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart bílasölunni Carson ehf., vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði.

Neytendastofu barst ábending þar sem kvartað var yfir því að verð á vörum sem tilgreindar væru á tilboði, væru á sama verði og áður og ekki væri tekið fram hvert fyrra verð tilboðsvaranna væri.

Ekkert svar barst Neytendastofu frá fyrirtækinu þrátt fyrir ítrekanir þar um. Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að í auglýsingu Carson væru engar upplýsingar um fyrra verð varanna auk þess ekki var sýnt fram á að um raunverulega verðlækkun væri að ræða. Taldi stofnunin framsetninguna gefa villandi upplýsingar um verðhagræði. Neytendastofa taldi því rétt að banna Carson ehf. að viðhafa þessa viðskiptahætti.

Ákvörðunin má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA