Fara yfir á efnisvæði

Front-X tekur andlitsgrímur úr sölu

08.09.2020

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Front-X um að hætt hafi verið sölu á einnota andlitsgrímum. Framleiðandinn er Wuxi Gery Energy Conservation Technology og á kassanum stendur “Disposable Protective Mask”. Grímurnar voru seldar á vefsíðu www.frontx.is.

Ástæða þess að hætt var sölu á grímunum var að í kjölfar beiðni Neytendastofu um gögn sem sýndu fram að andlitsgríman væru hönnuð og framleidd þannig að hún uppfyllti allar lágmarkskröfur um öryggi. Kom í ljós að CE vottun framleiðandans var ekki framkvæmd af viðurkenndum aðila og þ.a.l. uppfylltu þær ekki CE vottun. Um leið og ljóst var að andlitsgrímurnar uppfyllt ekki kröfur um öryggi voru þær teknar úr sölu.

Í tilkynningunni kemur fram að Front-X biðjist velvirðingar á þessu og bjóðum öllum þeim sem keyptu grímur að fá þær endurgreiddar sé þess óskað.


TIL BAKA