Auglýsingar Augljós laser augnlækninga villandi
Neytendastofu bárust ábendingar um að Augljós laser augnlækningar ehf. hefði auglýst fjörutíu þúsund króna afslátt á laseraðgerð lengur en í sex vikur á Facebook vefsíðu Augljós. Við eftirgrennslan Neytendastofu kom í ljós að verslunin hafði auglýst umrædda verðlækkun þjónustunnar í maí, júní og júlí. Þá var upprunalegt verð aðgerðarinnar án afsláttarins ekki tilgreint. Með ákvörðuninni var fyrirtækinu bönnuð frekari birting auglýsinganna.
Fyrirtæki mega aðeins auglýsa verðlækkun ef hún er raunveruleg og skal þess gætt að greinilegt sé með verðmerkingum hvert hið upprunalega verð vörunnar var. Samkvæmt útsölureglum er litið svo á að þegar vara hefur verið auglýst á lækkuðu verði í sex vikur sé lækkaða verðið orðið venjulegt verð. Þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er því ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.