Íþróttavöruverslanir sektaðar
Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart íþróttavöruverslunum sem þurftu að koma verðmerkingum í verslunum og upplýsingum um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum í lögmætt horf. Ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar átaks Neytendastofu þar sem kannaðar voru annars vegar verðmerkingar á sölustað og upplýsingar á vefsíðum.
Afdráttarlaus skylda hvílir á seljendum að vera með verðskrá til staðar fyrir þær vörur og þjónustu sem seljandinn býður. Neytandinn þarf að vita hvert endalegt verð á vöru og þjónustu er. Þá ber ennfremur að veita fullnægjandi upplýsingar um þjónustuveitanda, svo sem kennitölu, heimilisfang, netfang, virðisaukaskattsnúmer og hvort fyrirtækið er ehf., eða hf.
Í ákvörðunum Neytendastofu kemur m.a. fram að verðmerkingar í verslun og upplýsingar á vefsíðunum væru ófullnægjandi.
Ákvarðanirnar má lesa hér.