Fara yfir á efnisvæði

Drög að reglum um verðmerkingar og verðsamanburð á bifreiðaeldsneyti

06.11.2020

Neytendastofa birtir hér til umsagnar drög að reglum um verðmerkingar og verðsamanburð á bifreiðaeldsneyti.
Í regludrögunum er fjallað um verð og verðsamanburð á mismunandi bifreiðaeldsneyti auk merkinga á áfyllingarlokum og handbókum bifreiða. Reglur þessar innleiða 7. gr. tilskipunar 2014/94/ESB og reglugerð (ESB) 2018/732.

Þeir sem óska eftir að koma að athugasemdum við regludrögin geta gert það með tölvupósti á netfangið postur@neytendastofa.is fyrir 19. nóvember n.k. Þess er óskað að pósturinn hafi efnislínuna „Drög að reglum um verðmerkingar og verðsamanburð á bifreiðaeldsneyti“.

Hér má nálgast regludrögin.

TIL BAKA