Auðkennið NORÐURHÚS
Neytendastofu barst kvörtun yfir yfir notkun á auðkenninu NORÐURHÚS á vefsíðunni nordurhus.is og facebook síðunni www.facebook.com/nordurhus. Í kvörtuninni kemur fram að Norðurhús hafi átt skráð og notað firmaheitið frá árinu 1999 . Auðkennið sé ítrekað notað á vefsíðunni nordurhus.is og facebook síðunni án þess að nokkuð komi fram sem aðgreini það frá firmanafni Norðurhús. Notkunin feli í sér rugling eða möguleika á ruglingi þar sem að um orðrétta nýtingu á firmaheitinu sé að ræða.
Af hálfu nordurhus.is var bent á að fyrirtækið flytji inn og selji hús. Við leit á internetinu hafi ekkert komið upp um félagið Norðurhús og því hafi nordurhus.is eytt fjármagni í app, vefsíðu, markaðsmál og auglýsingar sem það hefði annars ekki gert.
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að heildarmat leiddi til þess að ekki væri hætta á ruglingi milli félaganna þó hljóðlíkindi væru með auðkennunum. Þá taldi Neytendastofa gögn málsins sýna að starfsemi Norðurhús beindist ekki að neytendum. Taldi stofnunin notkun nordurhus.is á auðkenninu NORÐURHÚS því ekki brjóta gegn lögum nr. 57/2005.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér