Fara yfir á efnisvæði

Nordic Games innkallar þrjú þroskaleikföng

08.12.2020

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nordic Games ehf. um innköllun á þremur þroskaleikföngum úr tré vegna köfnunarhættu. Tvö þeirra eru frá framleiðandanum JANOD, myndavél og hund sem hægt er að draga áfram í bandi.  Smáir hlutir geta losnað af leikföngunum og valdið köfnunarhættu. Einnig er þroskaleikfang frá framleiðandanum Jouratoys innkallað af Sophie gíraffa og Effelturninum um er að ræða framleiðslunúmerin # 9321/J09504/022019, # 9474/J09504/042019 og # 9549/J09504/052019.

Samkvæmt tilkynningunni voru leikföngin voru seld í eftirfarandi verslunum: Hagkaup, Heimkaup, Margt og mikið, Bókaverslun Breiðarfjarðar, Elko, Fjarðarkaup og Kaupfélag V-Húnvetninga.

Neytendastofa hvetur forráðamenn til að fjarlægja strax þessi þroskaleikföng og skila þeim í verslunina þar sem varan var keypt og verður varan endurgreidd.


TIL BAKA