Fara yfir á efnisvæði

Partýbúðin innkallar gular blöðrur

10.12.2020

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Partýbúðinni um innköllun á gulum „Premium Line – Yellow“ blöðrum frá Amscan. Eftir að Neytendastofa lét prófa blöðrurnar kom í ljós að þær innihéldu of mikið af nítrósamínum sem eru efni sem geta valdið krabbameini komist það í snertingu við húð. Neytendastofa lét kanna fleiri liti frá sama framleiðanda sem voru í lagi. Vörunúmer blaðranna sem um ræðir er. INT995509, og lotunúmerið er 19105.

Þeir viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreindar blöðrur með þessu lotunúmeri í Partýbúðinni eru beðnir að skila þeim til verslunarinnar gegn fullri endurgreiðslu.

TIL BAKA