Fara yfir á efnisvæði

Fiskars Brands innkalla toppsög

28.12.2020

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fiskars Brands Inc. um að innkalla þurfi toppsagir frá fyrirtækinu. Um er að ræða toppsagir sem notaðar eru til að snyrta trjátoppa. Varan sem hér um ræðir hefur módelnúmerið 9440. Umræddar toppsagir voru í sölu hjá Costco á árinu 2019 og 2020. Alls seldust 180 eintök hérlendis.

Ástæða innköllunarinnar er að toppsögin getur við notkun losnað af skaftinu og valdi slysi. Nú þegar hafa verið tilkynnt tvö slys.

Neytendur sem hafa þessa vöru í fórum sínum eru hvattir til þess að koma með hana í þjónustuborð Costco og fá fulla endurgreiðslu.


TIL BAKA