Fara yfir á efnisvæði

Sýnið varúð um áramótin

30.12.2020

Fréttamynd

Neytendastofa hefur í samstarfi með lögreglunni farið í eftirliti á 17 sölustöðum skotelda. Neytendastofa setti tímabundið sölubann á nokkrum stöðum vegna magn púðurs í skotkökum en við nánari skoðun reyndust kökurnar uppfylla öll skilyrði og því var bönnunum aflétt.Í eftirlitinu er gengið úr skugga um að ekki séu seldir flugeldar sem eru eldri en 2 ára, að merkingar og leiðbeiningar séu í lagi og að skoteldurinn sé CE merktur. Þetta árið reyndust allir skoteldar sem skoðaðir voru uppfylla þessi skilyrði. Neytendastofa skoðaði einnig vefsíður þar sem seldir eru skoteldar, athugað var hvort vörurnar væru seldar með afslætti og hvort fram kæmi hvaða aðilar stæðu á bak við vefsíðurnar. Engar athugasemdir voru gerðar.

Flugelda og skotkökur er leyfilegt að selja og nota á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Skoteldar eru í eðli sínu hættulegar vörur sem gerir ríkar kröfur til þess að neytendur sýni aðgæslu við meðferð og notkun þeirra. Því ættu börn og unglingar ekki að hafa óheftan aðgang að skoteldum og aðeins að hafa skotelda sem hæfa aldri auk þess að vera undir eftirliti forráðamanna.

Við notkun skotelda – það sem þarf að hafa í huga:

    Kannaðu og virtu leyfileg aldursmörk á skoteldum
    Notaðu öryggisgleraugu
    Lestu leiðbeiningar
    Virtu fjarlægðarmörk: Því öflugari sem skoteldur er því lengri eru öryggismörkin
    Tryggðu að undirstaðan sé lárétt og stöðug
    Hallaðu þér aldrei yfir skoteld þegar kveikt er í
    Hreyfðu ekki skoteld sem ekki virkar- helltu vatni yfir

Skoteldum er skipt í 4 flokka og leyfilegt er að selja til neytenda skotelda í 1-3 flokki en skoteldar í 4 flokki eru aðeins ætlaðir þeim sem hafa aflað sér réttinda til flugeldasýninga. Óheimilt er að selja börnum yngri en 12 ára skotelda en öflugari skoteldar merktir í flokki 2 má ekki selja börnum yngri en 16 ára., Í flokki 3 eru öflugust skoteldarnir en þá má ekki selja einstaklingum yngri en 18 ára.

Ef það verða alvarleg slys vegna skotelda þá hvetjum við fólk að tilkynna slysin til Neytendastofu.

Neytendastofa hvetur neytendur til að sýna aðgæslu um áramótin við meðferð skotelda.


TIL BAKA