BSI á Íslandi er nýr löggildingaraðili voga
Neytendastofa hefur veitt BSI á Íslandi ehf. Skipholti 50c, umboð til að löggilda sjálfvirkar vogir og ósjálfvirkar vogir upp í 3.000 kg hámarksgetu.
BSI á Íslandi veitir þessa þjónustu um allt land og stefnir að því að hafa fastar starfstöðvar á Norðurlandi og Austfjörðum. Tæknilegur stjórnandi sviðsins er Hrafn Hilmarsson sem hefur áralanga reynslu á sviði löggildinga.
BSI á Íslandi ehf hefur verið faggild skoðunarstofa frá 2005 og hefur faggildingu fyrir rafmagnskoðanir, skoðanir gæðakerfa í byggingariðnaði og árlegar skoðanir leiksvæða, lyftna og skipa frá Faggildingarsviði Hugverkastofu.
Nýjar vogir – Samræmismat nýrra voga
Áður en vog er tekin í notkun þarf að fara fram samræmismat. Í samstarfi við tilnefndan aðila getur BSI á Íslandi boðið samræmismat fyrir allar vogir. Samræmismat felst í ítarlegri prófun á vog sem aðeins tilnefndir aðilar mega framkvæma. Þannig er hægt að veita heildarþjónustu með vogir, hvort sem þær eru nýjar eða í rekstri.
Nánari upplýsingar er að finna á vef bsiaislandi.is / https://bsiaislandi.is/onnur-thjonusta/vogir-og-maelitaeki/