Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

28.01.2021

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Aftur-nýtt á auðkenninu AFTUR. Stofnunin taldi ekki tilefni til að banna notkunina þar sem heildarmat stofnunarinnar á aðstæðum félaganna leiði til þess að lítil hætta sé á að neytendur ruglist á auðkennunum tveimur. Var þar m.a. litið til þess að Bára Hólmgeirsdóttir hannar og selur fatnað í verslun í Reykjavík en Aftur-nýtt rekur verslun á Akureyri þar sem fyrirtækið kemur fram sem milliliður fyrir einstaklinga sem vilja selja notaða muni úr sinni eigu.

Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest hana með úrskurði sínum.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA