Fara yfir á efnisvæði

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

10.05.2021

Neytendastofa tók ákvörðun um upplýsingagjöf Borgarefnalaugarinnar á Facebook síðu félagsins sem áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú fellt úr gildi.

Samkvæmt ákvörðun Neytendastofu skyldi Borgarefnalaugin birta verðskrá á síðunni og fullnægjandi upplýsingar um sig, þ.m.t. kennitölu og virðisaukaskattnúmer.

Áfrýjunarnefnd neytendamála fjallar um það í úrskurði sínum og þar sem ekki sé kynnt tiltekin þjónusta á síðunni sé ekki skylda til að birta verðskrá. Þá beri Borgarefnalauginni ekki að veita svo víðtækar upplýsingar um sig þar sem engin þjónusta er veitt í gegnum Facebook síðuna.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA