Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

21.06.2021

Neytendastofa tók ákvörðun um að verðmerkingar í verslunum GG optic væru ófullnægjandi. Notast var við verðlista í verslununum sem Neytendastofa taldi í þessum tilvikum ekki fullnægjandi verðmerkingu.

Fyrirtækið kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest hana. Í úrskurði áfrýjunarnefndar er um það fjallað að það feli ekki í sér sérstakt óhagkvæmi fyrir fyrirtækið að verðmerkja hverja vöru eða notast við hillumerkingar. Fyrirkomulag verðlistanna væri þannig að neytendur þyrftu að hafa meira fyrir því að finna verð og vart geti fleiri en einn neytandi kynnt sér verð í versluninni á hverjum tíma.

Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér

TIL BAKA