Ákvörðun Neytendastofu staðfest
09.07.2021
Neytendastofu barst kvörtun frá Ungmennafélagi Íslands yfir notkun Landssambands æskulýðsfélaga á auðkenninu Landssamband ungmennafélaga. Þegar erindið barst Neytendastofu hafði Ungmennafélag Íslands jafnframt kært skráningu sama vörumerkis til áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Af þeirri ástæðu tók Neytendastofa ákvörðun um að málið yrði ekki tekið til meðferðar en Ungmennafélag Íslands gæti sent stofnuninni nýtt erindi þegar úrlausn áfrýjunarnefndra hugverkaréttinda lægi fyrir.
Ungmennafélag Íslands kærði þessa ákvörðun til áfrýjunarnefndar neytendamála sem hefur nú staðfest hana.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.