Fara yfir á efnisvæði

Eimskip og KOMA innkalla endurskinsmerki

12.07.2021

Fréttamynd

Neytendastofa hefur borist tilkynning frá Eimskip Ísland ehf. og KOMA ehf. um innköllun félagsins á endurskinsmerkjum sem voru afhent neytendum. Eru endurskinsmerkin í formi akkeris og merkt Eimskipum, sbr. meðfylgjandi mynd. Voru merkin framleidd af KOMA.

Ástæða innköllunarinnar er að við vegna fyrirspurnar Neytendastofu í tengslum við merkin kom í ljós að misræmi var í prófunum hjá framleiðanda merkjanna sem uppfylla ekki rétta staðla. Það er því hætta á því að endurskinsmerkin veiti notendum þeirra takmarkaða vernd. Samkvæmt stöðlum þurfa hangandi endurskinsmerki m.a. að hafa 15 fersentimetra yfirborðsflöt á báðum hliðum til að veita nægilegt öryggi.

Telja bæði félögin þetta óásættanlegt þegar ýtrasta öryggis þurfi að gæta.

Bæði Eimskip og KOMA biðja þá sem hafa fengið merkin afhent að hætta notkun þeirra og skil þeim á næstu endurvinnslustöð.


TIL BAKA