Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

16.07.2021

Neytendastofa lauk ákvörðun um vaxtabreytingu Arion banka vegna samnings frá Frjálsa Fjárfestingarbankanum. Samkvæmt ákvörðuninni braut skilmáli samningsins gegn lögum um neytendalán og vaxtabreyting Arion banka á grundvelli skilmálans braut gegn góðum viðskiptaháttum. Að þessu sinni taldi Neytendastofa ekki tilefni til að leggja bann eða beita öðrum íþyngjandi úrræðum vegna brotanna.

Neytandinn kærði til áfrýjunarnefndar þá ákvörðun Neytendastofu og nýta ekki íþyngjandi úrræði. Áfrýjunarnefnd hefur nú úrskurðað í málinu og var ákvörðun Neytendastofu staðfest.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér


TIL BAKA