Auðkennið MÓI
Neytendastofu barst kvörtun frá Yrkil ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Fjord ehf. á auðkenninu og vörumerkinu MÓI. Í kvörtuninni er rakið að Yrkill telji notkun Fjord á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti Yrkils og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. Fjord hafnaði þessu og benti á að félögin væru hvorki í samkeppni né á sama markaðssvæði og því engin ruglingshætta fyrir hendi.
Neytendastofa leit til þess að starfsemi fyrirtækjanna þar sem notkun auðkennanna kæmi fram væri ólík. Þá einskorðist notkun Fjord á auðkenninu MÓI við lítinn hluta af vöruframboði og heiti Fjord kæmi fram samhliða auðkenninu á umbúðum og í vörulýsingu í vefverslun. Heildarmat á útliti auðkennanna, notkun þeirra og vöruframboði leiddi til þess að þótt báðir aðilar reki verslun og netverslun þá væru litlar líkur á ruglingshættu.
Niðurstaða Neytendastofu var sú að ekki væri ástæða til frekari aðgerða í málinu
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.