Fullyrðingar Orkunnar bannaðar
Neytendastofa hefur bannað fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Orkunnar. Auglýst var lægsta verðið eða ódýrasta eldsneytið á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum.
Á eftir nokkrum fullyrðingum fylgdi hugtakið „skilyrðislaust.“ Orkan áréttaði að með því væri verð Orkunnar aðskilið frá eldsneytisverðum þar sem áskriftarkort eða sambærilegt fyrirkomulag væri áskilið. Neytendastofa taldi að neytendur gætu sett þann skilning í fullyrðingarnar að Orkan væri án undantekninga ódýrari en keppinautar eða ávallt með lægsta verðið. Þau gögn sem lögð voru fram í málinu sönnuðu fullyrðingarnar ekki í þeim skilningi.
Heildarmat Neytendastofu var því að allar fullyrðingar Orkunnar væru ósannaðar og villandi.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.