Fara yfir á efnisvæði

Viðskiptahættir Borgunar

20.09.2021

Neytendastofu barst kvörtun frá Rapyd Europe hf. vegna viðskiptahátta Borgunar hf. Að mati Rapyd hafi Borgun viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti á þann hátt að starfsmenn Borgunar hafi nálgast viðskiptavini Rapyd undir fölskum formerkjum og talið þeim trú um að Borgun væri búið að kaupa greiðsluþjónustufyrirtækið sem viðskiptavinirnir væru í viðskiptum við. Starfsmenn Borgunar hafi mætt fyrirvaralaust og óumbeðið á starfsstöð viðskiptavina Rapyd og skipt eða reynt að skipta um greiðsluposa án þess að afla fyrirfram skriflegs samþykkis og án þess að gera við þá þjónustusamning.

Borgun hafnaði málatilbúnaði Rapyd að öllu leyti sem röngum og ósönnuðum. Félagið hafi verið í söluátaki þar sem starfsmenn hafi heimsótt núverandi og nýja viðskiptavini. Slíkt framferði fyrirtækis, að gefa sig á tal við nýja viðskiptavini, í því skyni að afla viðskipta, verði að telja eðlilegan hluta af starfsemi allra fyrirtækja.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi fram komið í málinu sem sýnt gæti fram að Borgun hafi beitt villandi eða óréttmætum viðskiptaháttum.

Var það því mat Neytendastofu að ekki væri tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.

Ákvörðunina má lesa hér.

TIL BAKA