Fara yfir á efnisvæði

Breyting á starfsemi Neytendastofu

01.10.2021

Frá og með deginum í dag flyst eftirlit með vöruöryggi og mælifræði ásamt kvörðunarþjónustu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þá færist eftirlit með traustþjónustu til Fjarskiptastofu. Ábendingum og fyrirspurnum um þessi málefni ber því að vísa til þeirra stofnanna.
Neytendastofa mun eftir sem áður sinna eftirliti með óréttmætum viðskiptaháttum, pakkaferðum, lánum og öðru sem neytendaréttarsvið stofnunarinnar hefur sinnt eftirliti með.
Unnið er að breytingu á vefsíðu stofnunarinnar auk þess sem starfsmenn þurfa að sinna tilflutningum sem óhjákvæmilega kemur til með að raska starfsemi stofnunarinnar á næstu dögum.
Við þökkum þeim starfsmönnum sem flytjast til annarra stofnanna fyrir gott og farsælt samstarf og óskum þeim velfarnaðar á nýjum stað.

TIL BAKA