Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar og markaðssetning Fríhafnarinnar

13.10.2021

Neytendastofu barst kvörtun frá Sante ehf. og ST ehf. vegna notkunar Fríhafnarinnar ehf. á heitunum „Duty Free“ og „Fríhöfn“. Sante og ST töldu að þar sem verslanir Fríhafnarinnar séu ekki alfarið undanþegnar áfengis- og tóbaksgjaldi sé notkun heitanna í auglýsingum og markaðssetningu villandi gagnvart neytendum.

Fríhöfnin mótmælti ásökunum Sante og ST og taldi notkun heitanna ekki villandi fyrir neytendur. Orðið fríhöfn merki verslun í flugstöð þar sem kaupa megi tollfrjálsan varning til innflutnings. Engin lög, hvorki íslensk né alþjóðleg, geri þá kröfu að vörur sem seldar séu í fríhafnarverslunum séu án nokkurra gjalda.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að notkun Fríhafnarinnar á heitunum „Duty free“ og „Fríhöfn“ teldist ekki villandi eða óréttmætir viðskiptahættir enda væri áfengis- og tóbaksgjald ekki tollur og þar með væru verslanir Fríhafnarinnar „tollfrjálsar“ verslanir í skilningi þess orðs.

Var það því mat Neytendastofu að ekki væri tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA