Fara yfir á efnisvæði

Framsetning á ávinningi Heklu villandi

25.10.2021

Neytendastofu barst ábending vegna notkunar Heklu á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi bifreiðum. Samkvæmt svörum Heklu vísaði hugtakið til ávinnings viðskiptavina Heklu af samkomulagi milli félagsins og Audi. Innifaldi ávinningur væri ekki settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af verði bílsins heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta væri samningur Audi og Heklu ekki til staðar.

Í niðurstöðu Neytendastofu er vísað til þess að samkvæmt orðabók sé ávinningur hagnaður eða fengur. Því mat Neytendastofa það svo að innifalinn ávinningur að tiltekinni fjárhæð gæti lýst því að viðbót fáist sem nemi verðmæti fjárhæðinnar, t.d. aukahlut í bifreið. Neytendastofa áréttaði að almennt er heimilt að kynna verðhagræði en gæta verður að framsetningu. Neytendastofa taldi framsetningu Heklu villandi.

Ákvörðunina í heild sinni má lesa hér.

TIL BAKA