Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi
24.11.2021
Neytendastofa taldi auglýsingar Nova í tengslum við tilboð félagsins villandi þar sem tilboðið var kynnt í tiltekinn tíma en það síðar framlengt.
Áfrýjunarnefnd neytendamála felldi ákvörðunina úr gildi með úrskurði sínum. Í úrskurðinum er meðal annars fjallað um að upphaflegur gildistími tilboðsins hafi verið langur og því ekki hvati fyrir neytendur til að nýta sér sérstakt tilboð með sama hætti og ef auglýst er verðlækkun í fáeina daga.