Fara yfir á efnisvæði

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

24.11.2021

Neytendastofa lauk ákvörðun vegna auðkennisins NORDIC CAMPERS þar sem Nordic Car Rental ehf. var bannað að nota auðkennið.

Félagið kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur fellt hana úr gildi. Leit áfrýjunarnefndin meðal annars til þess að þegar Nordic Car Rental hóf notkun auðkennisins starfaði Nordic Capmers AS ekki á Íslandi. Þrátt fyrir að ferðaþjónustustarfsemi sé boðin fram í alþjóðlegu umhverfi þá geti fyrirtæki ekki talist starfa á sama markaði eða markaðssvæði líkt og byggt var á í ákvörðun Neytendastofu. Því hafi fyrirtækin ekki verið í samkeppni.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA