Frávísun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Íþróttasambandi lögreglumanna. Í erindinu var kvartað yfir skráningu og notkun einstaklings á léninu ferdafelaginn.is sem Íþróttasambandið taldi valda hættu á ruglingi við tímarit sem sambandið gefur út, undir sama heiti.
Erindinu var vísað frá meðferð Neytendastofu með vísan til þess að áhersla skuli lögð á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda.
Áfrýjunarnefnd neytendamála fjallaði meðal annars um það að Neytendastofu sé veitt vítt svigrúm til mats á því hvort erindi gefa næga ástæðu til meðferðar. Yfirleitt teljist mál um viðbótarvernd auðkenna ekki brýn fyrir heildarhagsmuni neytenda auk þess sem aðilar geti að jafnaði leitar úrlausnar slíkra mála annarsstaðar. Var ákvörðun um frávísun því staðfest.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.