Fara yfir á efnisvæði

Upplýsingar í auglýsingum NúNú lána ehf. um neytendalán

29.03.2022

Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsinga NúNú lána ehf. Ábendingarnar snéru annars vegar að auglýsingu félagsins og hins vegar upplýsingagjöf á vefsíðu þess.

Í auglýsingu Núnú lána kom fram að félagið geti hjálpað með óvænt útgjöld eða erfiðar aðstæður allan sólarhringinn og vísað til þess að hægt væri að fá 12.000 kr. til 24.000 kr. án þess að fram kæmi að um lán væri að ræða.

Á vefsíðu Núnú lána var að finna borða með tilvísun í samningsvexti. Upplýsingar sem þar var að finna voru takmarkaðar og þurfti að færa músarbendil yfir borðann til að fá nánari upplýsingar um kostnað af lántökunni. Þá var með óskýrum hætti vísað til neðanmálsgreinar þar sem frekari upplýsingar um gjöld fyrir lántöku voru tilgreind.

Við meðferð málsins var bætt úr upplýsingagjöf á vefsíðu NúNú lána og er það álit Neytendastofu að upplýsingagjöfin fullnægi nú skilyrðum laga. Þá hefur félagið hætt birtingu auglýsinga sem að áliti stofnunarinnar fóru gegn ákvæðum ákvæðum laga nr. 57/2005.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA