Fara yfir á efnisvæði

Cromwell Rugs sektað

04.04.2022

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Cromwell Rugs ehf. hafi í auglýsingum sínum viðhaft viðskiptahætti sem væru óréttmætir. Byggir ákvörðun Neytendastofu á því að félagið hafði ítrekað haldið því ranglega fram í auglýsingum að vörur félagsins væru aðeins fáanlegar í mjög stuttan tíma, að félagið væri við það hætta verslun og um það bil að flytja sig um set. Þá komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að félaginu bæri að birta endanlegt verð í auglýsingum sínum.

Taldi stofnuninni rétt að banna félaginu að viðhafa umrædda viðskiptahætti og taldi rétt með hliðsjón af aðstæðum í málinu að leggja á félagið sekt að fjárhæð 1.000.000 kr.

Ákvörðunina í heild sinni má nálgast hér.

TIL BAKA