Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

27.04.2022

Neytendastofa tók á síðasta ári ákvörðun gagnvart Cromwell Rugs vegna auglýsinga félagsins um verðlækkun. Neytendastofa tók fyrst bráðabirgðaákvörðun þar sem lagt var bann við háttseminni meðan málið var til meðferðar. Í framhaldinu var tekin stjórnvaldsákvörðun þar sem lögð var 3.000.000 kr. stjórnvaldssekt á Cromwell Rugs því félagið sýndi ekki fram á að verðlækkunin væri rauðveruleg og sannaði ekki fullyrðingar tengdar henni.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú úrskurðað í málinu og er þar staðfest ákvörðun Neytendastofu um brot þar sem ekki væri sýnt fram á að verðlækkun væri raunveruleg. Nefndin felldi hins vegar úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem snéri að fullyrðingum um tilefni verðlækkana. Hjá áfrýjunarnefndinni kom til sérstakrar umfjöllunar að Neytendastofu hafi verið heimilt og rétt að taka bráðabirgðaákvörðun í málinu. Þar sem áfrýjunarnefndin staðfesti aðeins hluta ákvörðunar Neytendastofu taldi hún hæfilega sekt 1.000.000 kr.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA