Fara yfir á efnisvæði

Drög að nýjum leiðbeiningum Neytendastofu um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum

23.06.2022

Neytendastofa vinnur að uppfærslu leiðbeininga um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum og birtir hér drög að leiðbeiningum til umsagnar.

Með uppfærslunni er ætlunin að skýra enn frekar hvaða sjónarmið Neytendastofa leggur til grundvallar við mat á því hvort meintar duldar auglýsingar hafi verið birtar í samræmi við viðeigandi lög.

Umsagnarfrestur er til og með 25. júlí n.k. og eru öll þau sem vilja koma að umsögn eða athugasemdum við leiðbeiningarnar hvött til að senda þær með tölvupósti á netfangið postur@neytendastofa.is. Þess er óskað að pósturinn hafi efnislínuna Umsögn um leiðbeiningar Neytendastofu.

Drögin má nálgast hér.

TIL BAKA