Fara yfir á efnisvæði

Fyrra verð útsöluvara á vefsíðu Forlagsins

11.07.2022

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Forlagið ehf. fyrir brot á útsölureglum.

Á yfirlitssíðu Forlagsins yfir útsöluvörur var eingöngu að finna eitt verð undir hverri vöru, merkt „verð“ eða „verð frá“ sem gaf til kynna hvort varan væri í boði á einu eða fleiri formum. Í þeim tilvikum sem tilboðsverð var tilgreint kom fyrra verð ekki fram samhliða því. Þegar einstök bók var valin var fyrra verðs getið neðarlega á síðunni á eftir umfjöllun um bókina og því ekki samhliða tilboðsverði.

Neytendastofa taldi framsetningu Forlagsins á fyrra verði ekki samræmast kröfum laganna um útsölur. Var félaginu bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti og gert að greiða stjórnvaldssekt.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA