Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu vísað til nýrrar meðferðar

11.08.2022

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til aðgerða vegna notkunar Fríhafnarinnar á heitunum „Duty Free“ og „Fríhöfn“. Kvartendur kærðu ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur ógilt ákvörðunina og vísað málinu til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.

Í úrskurðinum er um það fjallað að tilefni hafi verið fyrir Neytendastofu til að afla upplýsinga um það hvernig neytendur væri upplýstir um það að hvaða leyti opinberar álögur á vörur Fríhafnarinnar væru frábrugðnar því sem gildi almennt um verslun innanlands. Taldi áfrýjunarnefndin málið ekki nægilega upplýst og því óhjákvæmilegt að ógilda ákvörðunina.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA