Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

12.08.2022

Neytendastofa bannaði Bonum ehf., sem rekur Sparibíl, að birta fullyrðinguna „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og aðrar fullyrðingar um verðhagræði þar sem þær væru ósannaðar. Þá gerði stofnunin Bonum að birta skýringar með auglýsingum um 5 ára ábyrgð bifreiðanna.

Félagið kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfest hefur þann hluta sem snýr að fullyrðingunni „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og öðrum fullyrðingum um verðhagræði. Áfrýjunarnefndin felldi hins vegar úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem snýr að auglýsingum um 5 ára ábyrgð þar sem skort hafi á upplýsingaöflun stofnunarinnar.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA