Frávísun Neytendastofu staðfest
12.08.2022
Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Símanum hf. Í erindinu var kvartað yfir fullyrðingum í auglýsingum keppinautar. Erindinu var vísað frá með vísan til þess að áhersla skuli lögð á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda.
Síminn kærðu frávísunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem fjallaði meðal annars um það að Neytendastofu sé veitt vítt svigrúm til mats á því hvort erindi gefa næga ástæðu til meðferðar. Féllst nefndin á það mat Neytendastofu að þetta mál hafi ekki svo mikil áhrif á heildarhagsmuni neytenda að stofnuninni sé mögulegt að vísa málinu frá án efnislegrar meðferðar. Var ákvörðun um frávísun því staðfest.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.