Fara yfir á efnisvæði

Frávísun Neytendastofu staðfest

14.11.2022

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar erindi frá Volcano hótel ehf. Í erindinu er kvartað yfir notkun Skjálftavaktarinnar ehf. á heitinu Hótel Volcano eða Volcano hótel í rekstri sínum. Erindinu var vísað frá með vísan til þess að áhersla skuli lög á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda.

Volcano hótel ehf. kærði frávísunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest niðurstöðuna. Áfrýjunarnefndin fjallaði meðal annars um það að Neytendastofu sé veitt vítt svigrúm til mats á því hvort erindi gefa næga ástæðu til meðferðar. Féllst nefndin á það mat Neytendastofu að þetta mál hafi ekki svo mikil áhrif á heildarhagsmuni neytenda að stofnuninni sé mögulegt að vísa málinu frá án efnislegrar meðferðar.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA