Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

17.05.2023

Neytendastofa sektaði Cromwell Rugs fyrir villandi auglýsingar í apríl 2022. Í ákvörðun Neytendastofu var um það fjallað að félagið hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með auglýsingum um að vörur yrðu aðeins fáanlegar í mjög stuttan tíma, að félagið væri að hætta verslun og um það bil að flytja sig um set. Þá gerði stofnunin athugasemdir við að endanlegt verð væri ekki birt í auglýsingum.

Cromwell Rugs kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur úrskurðað í málinu.

Áfrýjunarnefndin féllst ekki á sjónarmið Cromwell Rugs um að brotin væru léttvæg og að ákvörðun Neytendastofu bryti gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Var ákvörðun stofnunarinnar því staðfest.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA