Frávísun Neytendastofu staðfest
19.05.2023
Neytendastofa vísaði frá kvörtun Ungmennafélags Íslands yfir notkun Landssambands æskulýðsfélaga á auðkenni sínu. Í ákvörðuninni fjallaði Neytendastofa um að kvörtunin hefði takmörkuð áhrif á heildarhagsmuni neytenda og yrði því ekki tekið til efnislegrar meðferðar hjá stofnuninni.
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um frávísun málsins.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.