Fara yfir á efnisvæði

Verslanir 66°Norður, Hagkaups, Herralagersins og Kulda í Skeifunni sektaðar

24.08.2023

Neytendastofa gerði skoðun á ástandi verðmerkinga hjá verslunum í Skeifunni í lok maí s.l. Farið var í 45 verslanir og gerð athugun á hvort söluvörur væru verðmerktar auk þess sem skoðað var sérstaklega hvort verðmerkingar væru sýnilegar á útstillingum, t.d. í sýningargluggum. Í fyrri heimsóknum voru gerðar athugasemdir við 14 verslanir sem bæta þurftu verðmerkingar.

Skoðuninni var fylgt eftir hjá þessum 14 fyrirtækjum og höfðu 10 þeirra bætt úr verðmerkingum til samræmis við athugasemdir stofnunarinnar þannig að ekki reyndist tilefni til frekari aðgerða.

Hjá verslunum 66°Norður, Hagkaups og Kulda vantaði verðmerkingar á ýmsar vörur í verslun við seinni heimsókn. Þá vantaði verðmerkingar á útstillingar hjá Herralagernum og 66°Norður. Hafa umræddar verslanir því nú verið sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.

Ákvarðanirnar má finna hér.

TIL BAKA