Fara yfir á efnisvæði

Healing Iceland sektað vegna fullyrðinga um lyfjavirkni CBD snyrtivara

08.09.2023

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Healing Iceland ehf. vegna fullyrðinga félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“.

Taldi Neytendastofa að neytendur ættu að geta stólað á að fullyrðingar um eins mikilvæga hagsmuni og heilsu manna væru sannar. Það gildi ekki síst þegar um sé að ræða snyrtivöru sem er sögð hafa virkni sem lyf og krefst markaðsleyfis til að selja hér á landi. Þapð sé líklegt að neytendur stóli á birtar upplýsingar að þessu leiti og byggi kauphegðun sína á þeim. Taldi stofnunin þ.a.l. að viðskiptahættir þessir væru til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Þá eru fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda.

Hélt Healing Iceland því m.a. fram að rannsókn á heimasíðu félagsins, sem skrifuð var af fyrirsvarsmanni félagsins um stöðu CBD í dag, væri fræðigrein sem byggð væri á viðeigandi heimildum. Neytendastofa benti hins vegar á að beta bæri markaðsefni félagsins heildstætt. Bæri því að líta á birtar færslur á sölusíðu félagsins sem markaðssetningu á vörum þeirra, ekki síst vegna þess að með greininni mátti jafnframt finna mynd af einni vöru félagsins. Benti stofnunin jafnframt á að það væri einfaldlega bannað að fullyrða um lyfjavirkni vöru sem hefði ekki hlotið markaðsleyfi sem lyf.

Taldi stofnunin hæfilegt að sekta félagið um 100.000 kr. vegna brota sinna.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA