Villandi umhverfisfullyrðingar
Norræn neytendayfirvöld hafa gefið út sameiginlega fréttatilkynningu vegna umhverfisfullyrðinga í markaðssetningu.
Í fréttatilkynningunni er gerð grein fyrir dómsniðurstöðu í Svíþjóð sem byggir á löggjöf sem innleiðir tilskipun um óréttmæta viðskiptahætti. Þau sjónarmið sem fram koma í dómnum eiga því einnig við hér á landi.
Í ljósi dómsins hvetja stofnanirnar fyrirtæki til að endurskoða umhverfisfullyrðingar sínar. Í stað þess að nota almennar umhverfisfullyrðingar sem erfitt er að sanna ættu fyrirtæki að lýsa beint, á skýran og skiljanlegan hátt, þeim aðgerðum sem þau hafa gripið til, t.d. aðgerðir sem stuðla að bindingu kolefnis úr andrúmsloftinu.
Hér má nálgast fréttatilkynninguna á íslensku.
Hér má nálgast fréttatilkynninguna á ensku.