Fara yfir á efnisvæði

Snyrti- og hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.

11.06.2024

Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.

Í vor skoðaði Neytendastofa ástand verðmerkinga hjá snyrti- og hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 27 snyrti- og hársnyrtistofur og kannað hvort söluvörur væru verðmerktar og verðlisti sýnilegur fyrir framboðna þjónustu. Í fyrri skoðun voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar hjá 15 fyrirtækjum.

Skoðuninni var fylgt eftir hjá þessum 15 snyrti- og hársnyrtistofum. Þá höfðu 11 snyrti- og hársnyrtistofur bætt úr verðmerkingum sínum þannig að ekki þótti tilefni til frekari aðgerða hjá þeim.

Neytendastofa hefur nú sektað fjórar snyrti- og hársnyrtistofur vegna athugasemda við verðmerkingar í seinni skoðun stofnunarinnar. Þetta eru snyrti- og hársnyrtistofurnar: Blanco, Blondie Garðabæ, Hárskeri Almúgans og Sprey.

Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA