Fara yfir á efnisvæði

Ákvarðanir um villandi og ófullnægjandi upplýsingar á vefsíðum

07.08.2024

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart Bílasölu Guðfinns og verslunarinnar Brá vegna villandi og ófullnægjandi upplýsinga á vefsíðum þeirra. Fyrirtækin gerðu ekki nægar úrbætur á síðunum við athugasemdir Neytendastofu og því tók stofnunin ákvarðanir um að greiða skuli dagsektir.

Í tilviki Bílasölu Guðfinns voru neytendum veittar villandi upplýsinga um lánamöguleika við kaup á bifreiðum hjá félaginu.

Í tilviki Brá voru veittar rangar upplýsingar um frest til að falla frá samningi og sá réttur takmarkaður með ólögmætum hætti.

Bæði fyrirtæki hafi gert fullnægjandi úrbætur á vefsíðunum og því mun ekki koma til þess að greiða þurfi sektir.

Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA