Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

14.08.2024

Neytendastofa tók ákvörðun um að Santewines SAS hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að falla frá samningi á vefsíðu sinni www.sante.is

Félagið kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem hefur nú úrskurðað í málinu og staðfest ákvörðun Neytendastofu.

Í úrskurðinum fjallar áfrýjunarnefndin m.a. um að sú undanþága frá rétti til að falla frá samningi sem Santewines vísaði til í skilmálum sínum geti ekki átt við um allar vörur félagsins og því geti svo almenn tilvísun í skilmálum ekki átt við. Meta verði í hverju tilviki hvort vara sé líkleg til að úreldast fljótt þannig að undanþágan geti átt við.

Áfrýjunarnefndin gerir einnig athugasemdir við að Neytendastofu hafi borið að kanna betur og fjalla um afstöðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavík vegna fyrirspurnar Santewines. Þeir annmarkar leiði þó ekki til ógildingar ákvörðunarinnar.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA